Sjálfsstæði þjóðar ?

Þegar maður situr svona í útlöndum og hefur bara netið, MBL, og annað að moða úr, verð ég bara að segja að kaldur hrollur læðist niður bakið á mér öðru hverju. Hvaða helv"#$#" della er í gangi á klakanum? Taka upp norsku krónuna, eða evruna eða hvers vegna ekki dollarann eða rúbluna. Hvers vegna ekki bara verða að einni stjörnu á kanafánanum? Það hlýtur að vera smá plass fyrir eina í viðbót! Hvað tók það langann tíma fyrir Jón Sig og félaga að berjast fyrir sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar? Hvers vegna hefur okkur gengið betur en hinum dönsku nýlendunum? Hvers vegna varð það eitt af því fyrsta sem Grænlendingar gerðu þegar þeir fengu að ráða sínum málum sjálfir? að segja sig úr EU. Danir voru búnir að selja "fiskikort" á frjálsa Evrópumarkaðnum og fá bónus handa sjálfum sér. Það var enginn fiskur eftir hjá Grænlandi.

Það er auðvitað skítt hvernig komið er fyrir þjóðarhag. Á hverjum ársfjórðungi síðast liðin ár hafa risið upp ný fjölmenn íbúðarhverfi. Áróðurinn frá lánastofnunum hefur hljómað lokkandi, ekki málið, bara lána alla summuna, hvaða gjaldmiðil villtu? áhættan! enginn! íbúðarverð hækkar og hækkar. OG dollara merkið blikkaði í augum aumingja Jóns og Gunnu, sem nú sitja í súpunni.

Þeir sem undanfarin ár hafa varað við áhættunum, hafa ekki fengið forsíðupláss á síðum blaðanna eða besta viðtalstíma i hjóðvökunum.

Ég man nú þann tíma hér í Svíaríki að stýrivextir sænska ríksbankans fóru upp í 500 prósent, svo Seðlabankinn hefur þarna nokkuð "hagstæð" viðmið.


Dægurmál eða stjórnmál.

Er enhver munur á dægurmálum og stjórnmálum?

Á morgun verður valið á milli tveggja karla til að stjórna landinu fyrir westan. Það ætti eginlega að vera augljóst hver vinnur ef marka á niðurstöður í þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Þó er sá varnagli á að könnunin var gerð á Íslandi. Með tillliti till þess að frú Clinton tapaði fyrir herra Obama, þá verður að teljast að ameríkanar treysti körlum betur en konum. Ef svo er hlýtur herra Obama að vinna launað starf í Hvíta húsinu, þar sem hinn herran er með konu á bakviðsig. Allavega verða þessar kosningar spennandi.

 


Um bloggið

Ýr Logadóttir

Höfundur

Ýr Logadóttir
Ýr Logadóttir
Útvandraður íslendingur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband